Vöktun með öryggismyndavélum

Öll almenningsrými á stofunni eru vöktuð með öryggismyndavélum. Þetta á m.a. við um biðstofu og ganga. Engar öryggismyndavélar eru inni á meðferðarstofum eða salernum.

Myndavélarnar nema bæði hljóð og mynd.

Tilgangur

Tilgangur vöktunarinnar er að tryggja öryggi starfsfólks, skjólstæðinga og eigna stofunnar.

Upptökur eru varðveittar í fjórtán (14) daga og eyðast síðan sjálfkrafa. Aðeins framkvæmdastjóri stofunnar hefur aðgang að upptökunum. Upptökur eru aðeins varðveittar lengur og/eða afhentar öðrum ef kemur til sérstakra aðstæðna (t.d. lögreglumál).

Ábyrgð og frekari upplýsingar

Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er Kristófer Sigurðsson.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá starfsfólki stofunnar.

Réttindi og kvörtun

Ef ósætti er með vöktunina er hægt að ræða það við starfsfólk stofunnar, eða beina kvörtun til Persónuverndar.